Suðurlandsbraut, sími 553-3280
Þriggja deilda skóli þar sem dvelja 55 börn samtímis
Leikskólastjóri er Steinunn Jónsdóttir
Leikskólinn Steinahlíð er við Suðurlandsbraut og er sannkölluð náttúruperla í miðri Reykjavík. Í Steinahlíð hefur verið starfræktur leikskóli frá 7.nóvember 1949 og er einn af elstu leikskólunum í Reykjavík. Í leikskólanum dvelja 55 börn. Í janúar 2015 var tekið í notkun færanlegt hús og þá fjölgaði barnafjölda úr 31 börnum í 55 börn.
Húsið var byggt árið 1932 en gefið Barnavinafélaginu Sumargjöf árið 1949. Það voru þau hjónin Elly Schepler Eiríksson og Halldór Eiríksson sem gáfu húsið og var það ósk þeirra að hér yrði lögð áhersla á að kenna börnum að meta og rækta tengslin við náttúruna. Í gjafabréfi hússins segir "að í Steinahlíð skuli alltaf lögð áhersla á trjárækt og matjurarækt". Leikskólinn hefur verið leikskólinn á grænni grein frá 2003 og hefur sex sinnum flaggað Grænfánanum.