Við minnum á mömmu- og ömmukaffi sem við ætlum að halda á morgun föstudaginn 15. febrúar klukkan 15:00. Einhverjir voru með dagsetninguna 18. febrúar fyrir konudaginn. Því var ákveðið að bjóða upp á mömmu- og ömmukaffi á morgun. Konudagurinn er reyndar ekki fyrr en 24 febrúar, við höldum okkur þó ótrauð við morgundaginn. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Ef mömmur og ömmur eiga erfitt með að komast eru aðrir aðstandendur velkomnir.