Í dag dönsuðum við kringum okkar flotta jólatré sem við fundum í garðinum fyrir nokkru og höfum verið að skreyta síðast liðna daga.
Á meðan við dönsuðum og sungum sáum við skrítinn karl koma gangandi yfir túnið, þar var á ferð engin annar en Skyrgámur. Hann vakti mikla lukku og sem betur fer áttum við skyr í ísskápnum.
|