Senn líður að því að elstu börnin hætti í leikskólanum og haldi áfram sínu námi í grunnskóla. Í tilefni þess var útskrift hjá okkur í gær. Deildin og börnin blómum prýdd. Foreldrafélagið færði okkur rausnarlega gjöf, ný garðáhöld sem sannarlega eiga eftir að koma að góðum notum.