Verkefninu "Aldingarður æskunnar" var formlega hrint af stað í Steinahlíð miðvikudaginn 25.júní.
Verkefnið er samvinnuverkefni Garðyrkjufélags Íslands og Barnavinafélagsins Sumargjafar. Í "Aldingörðum æskunnar" verða ræktuð aldintré víða um land. Tilgangur verkefninsins er að efla vitund og virðingu ungra barna og fjölskyldna þeirra fyrir rætkun ávaxtatrjá og um leið skapa fallega trjáreiti
Fyrstu þrjú eplatrén voru gróðursett ásamt berjarunnum.
Fréttamenn komu í heimsókn og tóku viðtöl við nokkur börn.
Að lokinni vinnu þótti við hæfi að bjóða upp á ávexti og heimatilbúin tröllasúrusafa.