Okkar árlegi ruslatínsludagur var í dag 5.maí. Það er mikið að gera hjá okkur þegar vorar og eitt af því sem þarf að gera er að tína rusl. Mæting foreldra var að venju góð, veðrið með besta móti og garðurinn orðin ennþá fallegri.
Það var af nægu að taka en þegar margir leggja hönd á plóg verður verkið létt og skemmtilegt.