Undanfarna daga og vikur höfum við tekið okkur ýmislegt skemmtilegt fyrir hendur í Steinahlíð. Við höfum farið í nokkrar vettvangsferði s.s. á Árbæjarsafn, í Húsdýragarðinn og í Nauthólsvik.Við höfum verið dugleg að vökva og reita illgresi í matjurtagarðinum og erum farin að ná okkur í salat og krænkál í matinn. Notið þess að hafa til umráða stóran og fallegan garð.Leikið okkur með allskyns verkefni utandyra t.d. búið til pappír,málað,leikið okkur með kaðla í trjánum og farið í vatnsleiki svo eitthvað sé nefnt.