Við teljum það mikilvægt að börn sem eru að vaxa úr grasi fái hollan og fjölbreyttan mat.
Fiskur er að meðaltali tvisvar í viku, kjötmáltíð einu sinni í viku en einnig er boðið upp á bauna- og grænmetisrétti. Við notum hýðishrísgrjón og bygg í stað hvítra hrísgrjóna. Það pasta sem við notum er ýmisst úr heilhveiti eða spelti. Sykurneyslu er haldið í lágmaki og einungis notaður hrásykur. Við reynum að kaupa sem mest af íslensku hráefni til að koma í veg fyrir óþarfa mengun vegna fluttninga.
Grænmetið sem við ræktum hérna er lífrænt og að hluta til er það grænmeti og ávextir sem við kaupum einnig lífrænt ræktað.
Unnar matvörur eru afar sjaldan í boði í Steinahlíð.
Starfsfólk eldhússins