Sumarlokun 2019
Nú hefur sumarlokun verið ákveðin. Leikskólinn Steinahlíð lokar í fjórar vikur eins og lang flestir leikskólar Reykjavíkurborgar. Við lokum miðvikudaginn 10. júlí og opnum aftur hress og útkvíld fimmtudaginn 8. ágúst.
Kynningarmyndband Steinahlíðar
Nú á haustmánuðum var tekið upp stutt kynningarmyndband af leikskólanum Steinahlíð. Um er að ræða kynningarverkefni fyrir leikskóla borgarinnar. Allir leikskólar borgarinnar fengu tækifæri til þess að gera um tveggja mínútna myndband af starfi skólans.
Pabba og afakaffi
Föstudaginn 25. janúar næstkomandi ætlum við að bjóða pöbbum og öfum til okkar klukkan 15:00 í kaffi. Tilefnið er bóndadagurinn. Við verðum með heitt á könnunni og jafnvel smá smakk af þorramat. Við hvetjum alla sem eiga tök á að koma og þiggja smá veitingar. Ef afar og pabbar komast ekki eru aðrir aðstandendur velkomnir.
Útskrift 2017
Senn líður að því að elstu börnin hætti í leikskólanum og haldi áfram sínu námi í grunnskóla. Í tilefni þess var útskrift hjá okkur í gær. Deildin og börnin blómum prýdd. Foreldrafélagið færði okkur rausnarlega gjöf, ný garðáhöld sem sannarlega eiga eftir að koma að góðum notum.